Vetrarfærð er nú á leiðinni inn í Hrafntinnusker

Skáli Ferðafélags Íslands í Hrafntinnuskeri er nú umlukinn snjó. Ferðamenn …
Skáli Ferðafélags Íslands í Hrafntinnuskeri er nú umlukinn snjó. Ferðamenn hafa troðið gönguleið í snjónum og tjalda ofan í holum sem þeir hafa grafið í fönnina. Ljósmynd/Siggi Harðar

„Á þessum tíma í fyrra keyrði maður á auðu alla leiðina inn í Hrafntinnusker, nema bara rétt síðasta spölinn,“ segir Sigurður Harðarson, rafeindavirki og fjallamaður.

„Nú er þetta allt á kafi í snjó og allt upp í tíu metra snjódýpt. Ég sé ekki að þessi snjór fari héðan af,“ bætir hann við í Morgunblaðinu í dag.

Sigurður er nýbúinn að setja upp búnað til að ná GSM-merki í skála Ferðafélags Íslands í Hrafntinnuskeri og eins í skálunum í Hvanngili, Álftavatni og Emstrum. Þetta er fyrsta sumarið sem nota verður stafræna posa til að taka við kortagreiðslum því það er búið að leggja niður gömlu vélarnar sem straujuðu kortin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert