Danmörk vinsælasti áfangastaðurinn

Kaupmannahöfn
Kaupmannahöfn AFP

Danmörk er vinsælasti ferðastaður Íslendinga í júlí, það sýna nýjar tölur frá Dohop. Spánn og Bretland fylgja á eftir í öðru og þriðja sæti.

Þegar farið er yfir leitargögn hjá Dohop fyrir ferðatímabilið 7. júlí til 8. ágúst 2015 má sjá lista yfir hvaða lönd og borgir eru vinsælastar á tímabilinu hjá Íslendingum.

Bandaríkin er eina landið utan Evrópu sem kemst á topp 10 listann, eru í 8 sæti. Íslendingar sækja greinilega í sólina með Spán, Ítalíu og Frakkland á listanum. Norðurlöndin eru líka vinsæl á meðal Íslendinga þar sem að bæði Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Grænland eru á topp tíu listanum, samkvæmt tilkynningu frá Dohop.

Meðal þeirra borga sem eru vinsælastar hjá Íslendingum í sumarfríinu eru sumarborgirnar á Spáni, Barcelona er í 5. sæti, Alicante í 6. sæti og Tenerife í 8. sæti með tvö bein flug á viku. Á listanum má líka nefna borgirnar Ósló, Kaupmannahöfn, Berlín, Billund, London, París og Manchester.

Vinsælustu áfangastaðir sumarsins 2015:

  1. Danmörk
  2. Spánn
  3. Bretland
  4. Þýskaland
  5. Noregur
  6. Ítalía
  7. Frakkland
  8. Bandaríkin
  9. Grænland
  10. Svíþjóð
Frá Hróarskeldu
Frá Hróarskeldu AFP
Danskir jólasveinar busluðu í snjónum nú í júlí. Kannski þeir …
Danskir jólasveinar busluðu í snjónum nú í júlí. Kannski þeir séu að fagna komu Íslendinga. AFP
Sagrada Familia kirkjan er vinsæll áfangastaður ferðamanna í Barcelona
Sagrada Familia kirkjan er vinsæll áfangastaður ferðamanna í Barcelona AFP
Barcelona
Barcelona AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert