„Usain Bolt ætti ekkert í hann“

Baldvin í sínu fínasta pússi.
Baldvin í sínu fínasta pússi. Ljósmynd/Baldvin Albertsson

Baldvin Albertsson lenti í óskemmtilegri lífsreynslu um daginn sem hann deildi með vinum sínum á facebook. „Ég stoppa á Vesturlandsveginum á milli Korputorgs og Mosfellsbæjar og fer út úr bílnum, við kantinn. Mér fannst ég ekki vera á nógu góðum stað og bakkaði aðeins. Ég gleymi að taka bílinn úr bakkgír, ég sit með dyrnar opnar bíllinn fer af stað og ég dett út,“ segir Baldvin við mbl.is.

„Ég þurfti að stoppa vegna þess að það var skipt um hné á mér fyrir ekki svo löngu og ég þurfti að liðka mig til.“ Baldvin fór að elta bílinn á Vesturlandsveginum. „Bíllinn var ekki á mikilli ferð en það var erfitt fyrir mig, 72 ára gamlan, að elta. Allt í einu sé ég bílstjórahurðina opnar og það stekkur þar maður inn eins og hann væri að stinga sér til sunds og nær að ýta á bremsuna og stöðvaði bílinn.“

Baldvin langar gjarnan að finna þennan mann til að þakka honum fyrir björgunina. „Ég sest inn í bílinn og maðurinn klappar mér og spyr hvort það sé ekki í lagi með mig. Mér hafði brugðið svo mikið að ég náði ekki að kveðja eða þakka fyrir mig. Það hefði ekki þýtt neitt fyrir Usain Bolt að fara í kapphlaup við hann!“

Vinir og vandamenn á facebook mig langar að biðja ykkur um að hjálpa mér dálítið sem getur verið mikilvægt fyrir mig og...

Posted by Baldvin E. Albertsson on Tuesday, July 28, 2015
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert