Man ekki eftir leiknum

Þorvaldur Árnason (t.v.) var fluttur á sjúkrahús í hálfleik.
Þorvaldur Árnason (t.v.) var fluttur á sjúkrahús í hálfleik. mbl.is/Ómar

„Hann var á sjúkrahúsi yfir nótt en er allur að koma til. Hann er nokkuð vel áttaður þótt hann muni lítið eftir leiknum sjálfum.“

Þetta segir Magnús Már Jónsson, starfsmaður dómaranefndar KSÍ, í Morgunblaðinu í dag.  Þorvaldur Árnason dæmdi leik KR og Breiðabliks í Pepsi-deild karla á mánudagskvöldið, en þurfti frá að hverfa í hálfleik eftir höfuðhögg.

Fyrir leik meiddist Smári Stefánsson í upphitun, en hann átti að vera línuvörður í leiknum. Fjórði dómari leiksins, Erlendur Eiríksson, hljóp í skarðið á línunni fyrir hlé og tók svo við flautunni í seinni hálfleik þegar búið var að kalla út annan línuvörð, að því er fram kemur í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert