Varðstjóri segir ofsaakstur fara minnkandi

Ragnar Árnason varðstjóri segir ofsaakstur hafa snarminnkað þrátt fyrir aukinn …
Ragnar Árnason varðstjóri segir ofsaakstur hafa snarminnkað þrátt fyrir aukinn fjölda hraðakstursbrota mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Hraðakstursbrot tvöfölduðust milli áranna 2013 og 2014. Árið 2013 voru skráð brot 13.047 en árið 2014 voru þau 26.375, þar af voru um 17.000 á höfuðborgarsvæðinu.

Þrátt fyrir þetta hefur ofsaakstur minnkað. Þetta segir Ragnar Árnason, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í Morgunblaðinu í dag, en hann telur aukinn fjölda hraðakstursbrota að hluta til skýrast af auknu eftirliti með hraðakstri, fremur en slæmri akstursmenningu.

„Trúlega hefur kannski bæði hraðamyndavélaeftirlit og annað verið óvenju virkt árið 2014. Aftur á móti finnst okkur að allt sem heitir ofsaakstur, bæði á vegum til og frá Reykjavík og hérna innanbæjar, hafi snarminnkað. Tal um að hér aki alltaf allir á seinna hundraðinu á Miklubraut og Sæbraut er ekki rétt,“ segir Ragnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert