Rútubílstjórar í blússandi vinnu allt árið

„Það er nóga vinnu að hafa fyrir menn með meirapróf. Það er orðin blússandi atvinna í þessum geira allt árið,“ segir Óskar Jens Stefánsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis, í Morgunblaðinu í dag.

Félagsmenn eru aðallega hópferðabílstjórar. Óskar sagði að atvinnubílstjórar væru í mörgum stéttarfélögum en talið væri að 700-800 bílstjórar ynnu við að aka hópferðabifreiðum hér á landi.

Óskar sagði að nýliðun í stétt atvinnubílstjóra hefði ekki haft undan eftirspurninni. Skortur væri á hópferðabílstjórum. Eitthvað væri um að útlendir bílstjórar væru ráðnir hér til starfa, að því er Óskar hafði heyrt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert