Umferðartafir vegna framkvæmda

Malbikunarframkvæmdir.
Malbikunarframkvæmdir. mbl.is/Golli

Í dag miðvikudaginn 29. júlí verður unnið við fræsingu og malbikun á suðaustur rampi frá Höfðabakka og að gatnamótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar og á rampi upp á Vesturlandsveg. Vinna hefst kl 7.00 og stendur fram eftir degi. Búast má við umferðartöfum á meðan á framkvæmdum stendur.

Vegna framkvæmda við undirgöng undir Vesturlandsveg á móts við Aðaltún í Mosfellsbæ, er umferð þar beint um hjáleið. Hraði er tekinn niður í 50 km/klst. Áætlað er að nota þurfi hjáleiðina fram yfir miðjan september og að framkvæmdum ljúki í nóvember.                       

Vegfarendur eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur og eru hvattir til að fylgja þeim merkingum og leiðbeiningum sem uppi eru hverju sinni, segir í frétt Vegagerðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert