Utanvegaakstur algengustu náttúruspjöllin

Ferðamennirnir höfðu notað mosa til að einangra tjöldin sín betur.
Ferðamennirnir höfðu notað mosa til að einangra tjöldin sín betur. Ljósmynd/Af Facebook

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er ekki algengt að tilkynnt sé um náttúruspjöll lík þeim sem unnin voru á Þingvöllum í gær. Helstu náttúruspjöllin sem tilkynnt er um eru utanvegaakstur.

Lögreglan í samstarfi við skálaverði á Suðurlandi hefur undanfarið unnið að því að reyna að sporna við utanvegaakstri. Á árinu hefur lögreglunni á Suðurlandi verið tilkynnt um 13 tilfelli af utanvegaakstri, þar af hafa 12 þeirra átt sér stað eftir 1. júní í ár.

Í sumum tilfellum er ekkert aðhafst en í öðrum tilfellum hefur viðkomandi greitt sektina á staðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert