Aðgangsstýring kannski tímabær

Þessi fáni hangir á svölum í La Barceloneta hverfinu í …
Þessi fáni hangir á svölum í La Barceloneta hverfinu í Barselóna og á honum stendur: Engin túristaíbúð. Til borgarinnar koma 27 milljónir ferðamanna á ári hverju. Nú á að reyna að takmarka þennan fjölda ferðamanna. mbl.is/afp

Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað víðar en á Íslandi og misjafnt er hvernig áfangastaðir eru undir það búnir að taka á móti auknum fjölda.

Ýmsar hugmyndir eru um hvernig taka eigi á málum, t.d. íhuga borgaryfirvöld í Feneyjum að krefjast gjalds inn á Markúsartorgið og borgarstjórinn í Barselóna hefur bannað byggingar hótela næsta árið.

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar, að hugsanlega megi skoða aðgangsstýringu á vinsælustu staðina hér á landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert