Áherslan á að ná sáttum

Hjúkrunarfræðingar að störfum á Landspítalanum.
Hjúkrunarfræðingar að störfum á Landspítalanum. Eggert Jóhannesson

Ggerðardómur í máli íslenska ríkis-ins og BHM var skipaður 1. júlí og hefur hann tímann til 15. ágúst að ákveða kjör félagsmanna. Hæstiréttur hefur ógilt úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði kröfu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um að mál sem félagið hugðist höfða gegn íslenska ríkinu fái flýtimeðferð.

Ný stefna til flýtimeðferðar

Er því héraðsdómi gert að gefa út stefnu til flýtimeðferðar í málinu, líkt og fram kom á mbl.is í fyrradag.

Þar kom einnig fram að málið sem hjúkrunarfræðingar hafa höfðað varðar gerðardóminn sem skipaður var í máli þeirra.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga telur að þar sem hjúkrunarfræðingar felldu kjarasamninginn eigi þeir rétt á að ganga aftur að samningaborðinu en ríkið telur að gerðardómurinn sem skipaður var eigi að starfa áfram.

Skipta með sér verkum

Garðar Garðarsson, formaður gerðardóms, segir að dómurinn sé nú að störfum. Meðlimir gerðardóms fundi yfirleitt saman, en skipti samt sem áður með sér einstökum verkefnum, í rannsóknarvinnu og öðru.

„Í gerðarreglunum leggjum við mikla áherslu á það, að aðilar reyni að ná sáttum, helst í heild, en ef ekki, þá um einstök atriði,“ sagði Garðar í samtali við Morgunblaðið í gær.

„Við getum vonandi lokið okkar verki á tilsettum tíma,“ sagði Garðar Garðarsson. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert