Segir ákvörðunina byggja á skilningsleysi

Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.
Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. mbl.is/Árni Sæberg

„Það hefur verið mjög skýr krafa frá brotaþolum í kynferðisbrotamálum um að það eigi og megi tal um þau,“ segir Guðrún Jónsdóttir talsmaður Stígamóta um ákvörðun lögreglustjórans í Vestmannaeyjum um að upplýsa ekki fjölmiðla um kynferðisbrot sem kunna að koma upp á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. 

Sjá frétt mbl.is: Munu ekki upplýsa um kynferðisbrot

„Ég tel að fjölmiðlafólk sé starfi sínu vaxið og ég þekki ekki til fjölmiðlaumfjöllunar þar sem brotaþolar eru nafngreinanlegir. Ég skil svo ekki hvers vegna kynferðisbrot er tekin út úr hópi annarra sakamála og að ekki megi fjalla um þau,“ bætir Guðrún við og segir sjónarmið lögreglustjórans byggja á litlum skilningi.

Ákvörðunin hefur slæmar afleiðingar 

„Mér finnst þessi ákvörðun byggjast á litlum skilningi á því hvað sé brotaþolum fyrir bestu. Nauðgun er auðvitað gífurlegt áfall. Fæstir brotaþolar kæra fyrr en seint um síðir, ef þeir gera það einhvern tímann. Þegar við höfum kannað það hvað skiptir brotaþolum mestu máli, þá er það ekki þetta,“ segir Guðrún. Á síðasta ári leituðu 10 manns til Stígamóta vegna kynferðisbrota á útihátíðum, þar af fjórir vegna nauðgana. Að sögn Guðrúnar voru þau flest gömul mál.

Sjá frétt mbl.is: „Gerir þolendum frekar óleik“

Guðrún telur að ákvörðun lögreglustjórans muni hafa óheppilegar afleiðingar. „Það er dálítið óheppilegt að þessi aðgerð er mjög í hag þeirra sem fremja brot og þeirra sem vilja halda ásýnd útihátíða flekklausum, því Þannig virkar það í raun. Þótt lögreglustjóri hafi að hennar sögn verið að hugsa um hag brotaþola þá nýtist þetta öðrum en þeim.“

Stígamót.
Stígamót. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert