Au-pair látin vinna ýmis störf

Dæmi eru um að fólkið sé látið vinna í byggingarvinnu.
Dæmi eru um að fólkið sé látið vinna í byggingarvinnu. mbl.is/Rax

Algengt er að fólk sem kemur hingað til lands sem au-pair sé látið vinna í hinum ýmsu störfum. „Þau mega auðvitað ekki vinna, hafa engin atvinnuleyfi. En svo hefur vistfjölskyldan tekið launin,“ sagði Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, í Speglinum á RÚV.

„Ég hef fengið nokkur dæmi til mín. Ungt fólk sem hefur komið hingað sem au-pair en hefur verið látið vinna bæði í byggingarvinnu, vinna við ræstingar, bera út blöð og alls konar.“

Í hádegisfréttum RÚV í dag sagði Guðmundur Baldvinsson, lögreglumaður á Suðurnesjum, erfitt að sjá nokkuð misjafnt þegar fólk komi til landsins. Við eftirlit í flugstöðinni sér fyrst og fremst horft til þess hvort einhverjir fylgdarmenn séu með fólki eða aðrar vísbendingar um mansal. En varðandi fólk sem komi hingað sem au-pair, komi misnotkun fyrst i ljós seinna. 

Frétt RÚV um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert