Eldur í Hvassaleitisskóla

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var um tuttugu mínútur yfir sjö í kvöld á leið í Hvassaleitisskóla, þar sem tilkynnt var um eld. 

Að sögn slökkviliðs var útlit fyrir að eldur væri að brjótast út gegnum þakið, en þegar á staðinn var komið kom í ljós að um eld í klæðningu var að ræða, sem greiðlega gekk að slökkva.

Einhver reykur hafði hins vegar komist inn í skólann, og var slökkvilið enn að störfum við að tryggja að búið væri að slökkva allan eld um klukkan átta í kvöld, auk þess sem verið var að reykræsta skólann.

Grunur er um að kveikt hafi verið í húsnæði skólans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert