Myndir af Íslandsmótinu í sjósundi

Hafið er kalt.
Hafið er kalt. Ljósmynd/Anton Brink

Árlegt Íslandsmót í sjósundi fór fram í Nauthólsvík í gær. Eins og síðustu ár voru það Sundsamband Íslands ásamt Hinu Íslenska Kaldvatnsfélagi sem héldu mótið í samvinnu við Securitas, sem hefur verið styrktaraðili mótsins síðustu 7 árin. Sundið var vel sótt og  keppt var í þremur vegalengdum, 1km, 3 km og  5 km vegalengd.

Þorgeir Sigurðsson varð Íslandsmeistari karla og Birna Hrönn Sigurjónsdóttir varð Íslandsmeistari kvenna í 3 km án galla og fengu þau einnig titilinn Sundkóngur og Sunddrottning ársins.  Þau hlutu  bikara í verðlaun sem Helgi Sigurðsson gaf og afhenti, en hann hlaut titilinn sjálfur árið 1962.

Íslandsmótið er hluti af Íslandsgarpinum ásamt jökulmílunni sem farin er á hjóli og 7 tinda hlaupinu í kringum Mosfellsdal.

Fjöldi fólks lagði leið sína í Nauthólsvíkina í gær til að fylgjast með sundinu, setjast í pottinn og jafnvel prófa að stinga sér í sjóinn. Götugrill Securitas grillaði hamborgar handa gestum og gangandi og skemmtileg stemning var í Nauthólsvíkinni.  Þó ekki hafið fjölgað mjög í þátttöku milli ára er stefna mótshaldara ávallt að gera mótið stærra og betra.

Myndirnar tók Anton Brink.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert