Skin og skúrir í bland um verslunarmannahelgina

Búist er við bjartviðri víðast hvar, en stöku skúrum þó.
Búist er við bjartviðri víðast hvar, en stöku skúrum þó. mbl.is/Styrmir Kári

Ekki er útlit fyrir að sólin láti sjá sig um verslunarmannahelgina í þeim mæli sem landsmenn flestir myndu kjósa, en útlit er fyrir að víða verði skýjað og lítils háttar rigning öðru hvoru.

Víðast hvar verða hitatölur á bilinu fimm til fimmtán stig. Hvergi verður þó áberandi hlýjast og flestir landshlutar fá sinn skerf af úrkomu yfir helgina.

Skýjað verður á fimmtudag og víða skúrir síðdegis, helst á Suður- og Vesturlandi, auk nokkurs hvassviðris á Suðurlandi. Hitinn verður á bilinu tíu til fimmtán stig.

Á föstudag verður skýjað og úrkomulítið norðantil en bjart veður annars staðar á landinu. Hlýjast verður á suðvesturhorninu, en hitinn verður á bilinu sex til sautján stig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert