Búast við „smekkfullum“ Eyjum

Hvítu tjöldin eru komin á sinn stað
Hvítu tjöldin eru komin á sinn stað mbl.is/Ómar Garðarsson

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hófst formlega í gær með húkkaraballinu margfræga sem haldið var á skemmtistaðnum Höllinni í Vestmannaeyjum í gærkvöldi.

Birgir Guðjónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, segir að búist sé við 10-12 þúsund manns sem er svipaður fjöldi og var í fyrra og að útlit sé fyrir að veðurguðirnir verði gestum hliðhollir.

Gestum á Þjóðhátíð hefur fjölgað undanfarin ár og segir Birgir að koma Landeyjahafnar hafi breytt miklu. „Herjólfur er fullur allan tímann og svo er stanslaust flug. Eyjan verður smekkfull og það er ekki hægt að flytja fleiri,“ segir Birgir í umfjöllun um hátíðarhöldin í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert