Funda um Tyrkland og Rússland

Utanríkismálanefnd mun funda á miðvikudag eða fimmtudag í næstu viku.
Utanríkismálanefnd mun funda á miðvikudag eða fimmtudag í næstu viku. mbl.is/Ómar Óskarsson

Utanríkismálanefnd mun funda á miðvikudag eða fimmtudag í næstu viku til að ræða stöðu mála í Tyrklandi og mögulegar viðskiptaþvinganir Rússa gegn Íslendingum. Þetta staðfestir Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar, í samtali við mbl.is.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, óskaði eftir fundi í nefndinni vegna aðgerða tyrkneskra stjórnvalda gegn Kúrdum, og sagði í samtali við mbl.is að þar sem Ísland ætti aðild að NATO þyrfti að eiga sér stað umræða um stuðning bandalagsins við aðgerðir Tyrkja.

„Ráðuneytið þarf lög­um sam­kvæmt að hafa sam­ráð við ut­an­rík­is­mála­nefnd um meiri­hátt­ar ákv­arðanir en auðvitað er hægt að ræða það hvaða ákvörðun felst í því þegar fram­kvæmda­stjóri NATO seg­ir banda­lagið standa með Tyrklandi. Mér finnst eðli­legt að vita hvaða umræða átti sér stað í aðdrag­anda yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar og hvaða af­stöðu full­trú­ar Íslands tóku í því máli,“ sagði Katrín meðal annars.

Birgir tekur undir þetta og segir tilefni til að nefndin afli sér upplýsinga um þær umræður sem áttu sér stað um málið á vettvangi NATO.

Þá segir hann að á dagskrá fundarins í næstu viku verði einnig mögulegar aðgerðir Rússa gegn Íslendingum, sem haft gætu áhrif á útflutning íslenskra sjávarafurða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert