Ísland aftarlega á merinni

Frjósemislækningar verða í brennidepli í Hörpu dagana 3. til 5. …
Frjósemislækningar verða í brennidepli í Hörpu dagana 3. til 5. ágúst. AFP

Ísland er í fararbroddi hvað varðar frjósemislækningar á heimsvísu. Þetta segir Guðmundur Arason kvensjúkdómalæknir í samtali við mbl.is, en hann fer fyrir ráðstefnu norrænna heilbrigðisstarfsmanna sem starfa á sviði frjósemislækninga.

Ráðstefnan fer fram dagana 3. til 5. ágúst í Hörpu. Þetta er í 23. skipti sem ráðstefnan er haldin en síðast var hún haldin á Íslandi árið 2000. Búist er við að um fjögur hundruð manns muni koma saman þessa þrjá daga. 

„Við nýtum þessi tækifæri til að ræða um framþróun og nýjustu tækni og vísindi í þessum fræðum,“ segir Guðmundur.

„Ísland stendur mjög vel og Norðurlöndin öll skara í raun fram úr á þessu sviði. Við sitjum hins vegar aftarlega á merinni hvað varðar þátttöku ríkisins í kostnaði við frjósemisaðgerðir.“

Ýmissa grasa kennir á ráðstefnunni og er margt um fróðlega fyrirlestra að sögn Guðmundar, en dagskrá ráðstefnunnar má nálgast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert