Líf og fjör á Unglingalandsmóti

Keppni á Unglingalandsmótinu hófst snemma í morgun með greinum í knattspyrnu, körfuknattleik, frjálsum íþróttum og pílukasti. Keppni hófst síðan í öðrum greinum eftir hádegi og var keppt til klukkan 18.

Keppendur á mótinu eru á þriðja þúsund sem er metþátttaka. Flestir keppendur eru í knattspyrnu eða alls 1235. Næst flestir eru keppendur í frjálsum íþróttum, alls 603 og í körfuknattleik eru keppendur 553. Þá má nefna að keppendur í strandblaki eru 221 og í tölvuleik eru þátttakendur 134. Nokkuð er um nýjar keppnisgreinar á borð við hjólreiðar, pílukast og boccia svo eitthvað sé nefnt. Í þessum greinum er þátttakan með ágætum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert