Niðurstaða dómara í Feneyjum væntanleg

Moska í Feneyjum, Feneyjatvíæringurinn 2015
Moska í Feneyjum, Feneyjatvíæringurinn 2015 Ljósmynd/Guðmundur Oddur Magnússon

Áfrýjun Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar á ákvörðun borgaryfirvalda í Feneyjum var tekin fyrir hjá héraðsdómi í Feneyjum á miðvikudag, en ákvörðunin varðaði lokun á framlagi Íslands á Feneyjatvíæringnum, mosku Svisslendingsins Christophs Büchel, í Santa Maria della Misericordia-kirkjunni í Cannaregio-hverfinu.

Kynningarmiðstöðin fer fram á 360.000 evrur í skaðabætur, sem jafngildir um 53 milljónum króna.

Að sögn Nínu Magnúsdóttur, sýningarstjóra íslenska framlagsins, er nú beðið eftir niðurstöðu dómara, en hennar er að vænta á næstu dögum.

Nína segir kröfuna þó ekki vera aðalatriði, heldur að ákvörðunin verði endurskoðuð, en hún vonast til þess að hægt verði að opna sýninguna aftur fyrir lok tvíæringsins í nóvember. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert