„Stærsta selfie í manna minnum“

Líklega verður sett Íslandsmet í selfie um helgina.
Líklega verður sett Íslandsmet í selfie um helgina.

„Þetta verður sennilega stærsta „selfie“ í manna minnum,“ segir Bjarni Ólafur Guðmundsson, kynnir á stóra sviðinu á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, við mbl.is. Hann verður með Nova snapchatið um helgina og ætlar að reyna að taka fjölmennustu „selfie“ Íslandssögunnar, af sér við Brekkuna á sunnudagskvöld.

„Ætlunin er að reyna að gera snappið að lifandi miðli. Við ætlum að reyna að láta fólk sem einhverra hluta vegna kemst ekki til Eyja sjá meira af hátíðinni.“ Bjarni tekur vel í hugmynd blaðamanns að ganga á milli tjalda snemma dags og vekja fólk. „Þú segir nokkuð, þetta er góð hugmynd.“

Bjarni segir veðrið í Eyjum ekkert sérstakt í dag en það eigi að vera fínt um helgina. „En eins og segir einhversstaðar; „Þrátt fyrir böl og alheimsstríð þá verður haldin þjóðhátíð,“ þannig er það nú bara.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert