Þurfa oft að hleypa inn í hollum

Föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgi er einn stærsti dagur ársins hjá ÁTVR.
Föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgi er einn stærsti dagur ársins hjá ÁTVR. Photo: Júlíus Sigurjónsson

Föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgina er meðal stærstu söludaga ársins og ef miðað er við söluna í fyrra munu viðskiptavinir kaupa um 266 þúsund lítra af áfengi í dag. Mesta örtröðin er jafnan milli 16 og 18, en Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að þá komi oft til þess að hleypa þurfi inn í hollum.

Hefðbundin opnunartími er í verslunum ÁTVR í dag, en á höfuðborgarsvæðinu eru búðirnar opnar til klukkan sjö og þrjár verslanir til átta. Sigrún segir að ef horft sé á tölfræðina megi gera ráð fyrir mesta straumnum milli fjögur og sex þegar fólk er að klára vinnutíma sinn. „Við búumst við miklum fjölda og mönnum eftir því,“ segir hún.

Komið hefur fyrir að fjöldi viðskiptavina þennan dag sé svo mikil að hleypa þurfi inn í hollum. „Það gæti gerst að hleypa þurfi inn í hollum,“ segir Sigrún. Hún segir þó að ef slíkt ástand komi upp leysist það oftast mjög hratt og að þrátt fyrir lengri biðtíma ættu viðskiptavinir að komast fljótt að.

Seldu 266 þúsund lítra þennan dag í fyrra

Í fyrra seldu verslanir ÁTVR 266 þúsund lítra af áfengum drykkjum þennan föstudag og samtals 724 þúsund lítra alla vikuna. Til samanburðar seldust um 481 þúsund lítrar í síðustu viku í ár, þannig að búast má við talsverðri umferð í dag.

Segir Sigrún að það sé margföld sala allstaðar um landið þennan dag, en það eigi þó auðvitað mest við um þá staði þangað sem straumurinn er mestur. Segir hún að í ár sjáist það t.d. á tölum að salan hafi aukist talsvert á Suðurlandi og var salan eftir gærdaginn svipuð og árið 2013. Segir Sigrún þetta oft haldast í hendur við veðurspá og að ljóst sé að undanfarna daga hafi margir lagt leið sína um Suðurlandið.

Sigrún segir bjórsöluna sem fyrr vera stærstan hluta af sölunni, en einnig sé talsvert um síder drykki  og blandaða áfenga drykki.

Fyrir utan ÁTVR í fyrra myndaðist gífurlega löng röð sem …
Fyrir utan ÁTVR í fyrra myndaðist gífurlega löng röð sem náði nokkrar húslengdir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert