Veikir ferðamenn aldrei verið fleiri

Ferðamenn þurfa einnig að nýta sér heilbrigðiskerfið.
Ferðamenn þurfa einnig að nýta sér heilbrigðiskerfið. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjölgun ferðamanna hefur ekki aðeins áhrif á innviði ferðaþjónustunnar heldur einnig heilbrigðisþjónustunnar.

Frá árinu 2010 hefur fjöldi reikninga sem Sjúkratryggingar Íslands senda út til annarra EES-ríkja vegna heilbrigðisþjónustu við ríkisborgara þeirra hér á landi rúmlega sexfaldast.

Árið 2010 voru sendir 594 reikningar til annarra EES-ríkja og árið eftir, 2011, hafði orðið um 40% aukning og reikningarnir orðnir 834. Stóra stökkið var árið 2012 en þá voru sendir til útlanda 2.246 reikningar. Jafnt og þétt hefur útsendum reikningum frá Sjúkratryggingum síðan fjölgað og þeir voru 3.644 í fyrra, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert