Alcan hefur sótt um undanþágu

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Ómar

Yfirvinnubann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík hófst á miðnætti. Ólafur Teitur Guðnason, talsmaður Alcan, segir að sótt hafi verið um undanþágu til þess að bregðast við því ef einhver frávik verða í starfseminni.

„Við höfum sótt um undanþágu til að bregðast við ef við sjáum að miklar truflanir verði. Það fer því svolítið eftir því hvernig reksturinn gengur hver áhrifin af yfirvinnubanninu verða,“ segir Ólafur í Morgunblaðinu í dag.

Að sögn hans geta komið upp tafir í framleiðslunni og bilun sem erfitt er að gera við svo dæmi séu nefnd. Í slíkum tilfellum þyrfti að geta kallað til starfsfólk til að sinna verkefnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert