Bílalaleigurnar stórtækar

Bílaflotinn við Sundahöfn fyrr á þessu ári. Efnahagsbati síðustu ára …
Bílaflotinn við Sundahöfn fyrr á þessu ári. Efnahagsbati síðustu ára birtist meðal annars í því að sala á nýjum bifreiðum hefur aukist mikið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á fyrri hluta þessa árs keyptu bílaleigur 5.321 nýja bifreið og er það 19,2% meira en allt árið í fyrra. Þá seldust 4.462 nýir bílar til bílaleiga.

Er nú svo komið að bílaleigur kaupa meirihluta nýrra bíla sem seldir eru á Íslandi, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Á fyrri hluta ársins seldist 4.151 bifreið á almennum markaði. Árið 2009 seldust 1.909 bifreiðar á almennum markaði, 1.400 árið 2010, 2.966 árið 2011, 4.723 árið 2012 og 4.791 2013.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert