Eden rís úr öskunni

Hafinn er undirbúningur um uppbyggingu og rekstur fjölnota húss í …
Hafinn er undirbúningur um uppbyggingu og rekstur fjölnota húss í Hveragerði undir merkjum Eden Geothermal Centre. mbl.is/Rax

Samþykkt var á fundi bæjarráðs Hveragerðis að veita félagi sem hyggst byggja söluskála undir nafni Eden fimm mánaða forgang að svokallaðri Tívolílóð. Hafinn er undirbúningur um uppbyggingu og rekstur fjölnota húss í Hveragerði undir merkjum Eden Geothermal Centre.

Fréttablaðið greindi frá þessu í morgun.

Rekstrarfélagið Eden ehf. hyggst standa fyrir rekstri á fjölnota byggingu í Hveragerði og hafi í því sambandi undirritað viljayfirlýsingu um byggingu og leigu á slíku húsi. Áætlað er að byggingin verði allt að 2.500 fermetrar en þar af verða 800 fermetrar „hlýtemprað“ gróðurhús. Áætlað er að húsið opni snemma árs 2017.

Veitingaskálinn Eden brann til kaldra kola fyrir fjórum árum, 22. júlí 2011 og þar með lauk sögu þess vinsæla söluskála.  

Bæjarráð telur að áform Eden ehf. samræmist vel þeim hugmyndum sem margir bæjarbúar og bæjarstjórn hafa haft um enduruppbyggingu Eden í bæjarfélaginu. 

Verði hugmyndir þeirra að veruleika í þeirri mynd sem þær eru hér settar fram er bæjarráð tilbúið til að veita heimild til notkunar á Eden nafninu fyrir starfsemina,“ segir að lokum í bókun bæjarráðs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert