Kettirnir í miðbænum „auðveld skotmörk“

Kettir eru margir í miðbæ Reykjavíkur og fylgjast vel með …
Kettir eru margir í miðbæ Reykjavíkur og fylgjast vel með mannlífinu. mbl.is/Styrmir Kári

„Ég er nú ekkert sérlegur áhugamaður um ketti, er meira fyrir hundana, en það er svo mikið um ketti á ferðinni í miðbænum að maður rekst oft á þá. Þeir eru auðveld skotmörk,“ segir Styrmir Kári Erwinsson, ljósmyndari á mbl.is og Morgunblaðinu, sem á ferð sinni um miðborgina í sumar hefur tekið allnokkrar myndir af köttum. Nokkrar þeirra, sem og annarra ljósmyndara mbl.is, birtast hér, kattavinum til ánægju og yndisauka.

Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um fjölda katta í Reykjavík en ljóst að þeir skipta mörgum þúsundum. Kettina ber að merkja en stundum vill verða misbrestur þar á.

Á vef Kattholts er að finna ýmsar nytsamlegar upplýsingar um ketti og kattahald, sem fólk er hvatt til að kynna sér nánar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert