Ökumaðurinn var ekki með meirapróf

Flutningarbíllinn á hliðinni í Ártúnsbrekku.
Flutningarbíllinn á hliðinni í Ártúnsbrekku. mbl.is/Árni Sæberg

Ökumaður vöruflutningabifreiðarinnar sem valt í Ártúnsbrekku síðastliðinn laugardag, hafði ekki ökuréttindi til að stjórna henni.

Bifreiðin sem um ræðir er vörubifreið með festivagni en til þess að aka slíkri bifreið þarf meirapróf. Ökumaðurinn var fæddur árið 1995 og hafði hefðbundin ökuréttindi, en til að öðlast meiraprófið þarf ökumaður að vera orðinn 21 árs.

Ökumaður vöruflutningabifreiðarinnar hafði því heldur ekki aldur til að öðlast meirapróf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert