Lægsta tilboðið 214 milljónir

Heyskapur í Kjósinni.
Heyskapur í Kjósinni. mbl.is//Styrmir Kári

Opnuð hafa verið tilboð í endurlögn 6,7 kílómetra kafla Kjósarskarðsvegar frá Fremri-Hálsi að Þingvallavegi.

Alls bárust fimm tilboð í verkið. Lægsta tilboðið barst frá Þrótti hf. á Akranesi, rúmlega 214 milljónir króna. Hæsta tilboðið var frá Ístaki-Ísland, rúmar 287 milljónir. Áætlun Vegagerðarinnar hljóðaði upp á 215 milljónir króna.

Kjósarskarðsvegur tengir Þingvelli við Hvalfjörð og Vesturland.  Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. nóvember 2016.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert