Lífeyriskerfið hefur vaxið hratt frá hruni

Ávöxtun eigna lífeyrissjóðanna á árinu 2014 gekk vel og nam …
Ávöxtun eigna lífeyrissjóðanna á árinu 2014 gekk vel og nam meðaltals raunávöxtun þeirra 8,7%. mbl.is/Ómar Óskarsson

Eignir lífeyrissjóðanna hérlendis hafa vaxið um þriðjung að raunvirði frá árinu 2008. Þannig hafa eignir þeirra aldrei mælst meiri en í árslok 2014 þegar þær námu 2.925 milljörðum króna.

Í árslok 2008 voru eignirnar metnar á 1.598 milljarða og höfðu þá rýrnað töluvert frá fyrra ári þegar þær námu 1.697 milljörðum króna.

Starfandi lífeyrissjóðir í landinu eru 26 og hefur þeim fækkað um einn frá fyrra ári. Lífeyrissjóður Vestfirðinga rann inn í Gildi lífeyrissjóð um liðin áramót. Stærðarmunur er mikill milli sjóðanna og þannig halda tveir stærstu sjóðirnir á rúmlega 1.000 milljörðum. Þá ná samanlagðar heildareignir 10 minnstu sjóðanna ekki 5% af heildarstærð kerfisins, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert