Samtök stofnuð gegn viðbyggingu

Sjafnargata 3. Íbúar segja ða götumynd breytist með viðbyggingu.
Sjafnargata 3. Íbúar segja ða götumynd breytist með viðbyggingu. mbl.is/Baldur Arnarson

„Það er skiljanlegt að fólk reyni að stækka sín hús en okkur finnst það ósanngjarnt að nágrannar séu að passa upp á götumyndina, en ekki kjörnir fulltrúar eða Minjastofnun,“ segir Ragnhildur Zoëga, íbúi í Sjafnargötu 5.

Við hliðina á húsi Ragnhildar, í húsi númer 3, hafa staðið yfir framkvæmdir að undanförnu. Í fyrrahaust samþykkti skipulagssvið Reykjavíkurborgar að leyfa þar steinsteypta viðbyggingu með þaksvölum og verönd.

Að sögn þeirra íbúa sem Morgunblaðið hefur rætt við voru gerðar athugasemdir við grenndarkynningu á sínum tíma, en þær voru ekki teknar til greina. Hafa íbúarnir nú stofnað íbúasamtök vegna framkvæmdanna en yfir 30 manns eru félagar í samtökunum sem kenna sig við Sjafnargötu og Freyjugötu. Samtökin hafa sent borgaryfirvöldum athugasemdir og krafist deiluskipulags fyrir hverfið en húseigendur Sjafnargötu 3 hafa óskað eftir frekari stækkun á húsinu, þó þannig að hún sjáist ekki frá götunni. Ragnhildur segir að hún hafi ekki gert ráð fyrir því að borgaryfirvöld og Minjastofnun myndu samþykkja beiðni eigenda hússins númer 3 á sínum tíma, því stækkun hússins geri það að verkum að götumyndin breytist og húsið sé nú úr samhengi við önnur hús götunnar vegna risastórra svala.

Þó segir hún að svalir sé einnig að finna á húsinu við Sjafnargötu 11 og þar hafa staðið yfir framkvæmdir í nokkur ár. 

Frétt Morgunblaðsins: Byggt við miðbæjarvillu

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert