Slasaðist á Síldarmannagötum

mbl.is/Eggert

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á sunnanverðu Vesturlandi voru kallaðar út fyrir stundu vegna óhapps í Hvalfirði. Þar féll unglingsstúlka, sem var að ganga Síldarmannagötur ásamt fleirum, og hlaut hún áverka á fæti. Er hún ekki fær um að ganga.

Talið er að stúlkan sé í um 1,5 kílómetra fjarlægð frá veginum, þannig að um nokkurn burð verður að ræða, meðal annars niður allbratta fjallshlíð. Um tuttugu björgunarsveitarmenn eru á leið á staðinn en reikna má með að það taki tvær til þrjár klukkustundir að koma stúlkunni niður á veg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert