Allt að 18 stiga hiti í dag

Það má búast við hlýju veðri í dag.
Það má búast við hlýju veðri í dag. mbl.is/Eggert

Hiti verður á bilinu tíu til átján stig á landinu í dag, samkvæmt veðurspánni. Svalara verður þó á annesjum fyrir norðan og austan.

Í dag er spáð norðaustan fimm til tíu metrum á sekúndu í fyrstu á Vestfjörðum og Ströndum. Annars verður hæg austlæg átt eða hafgola og bjart með köflum, en þokuloft austast. Gert er ráð fyrir stöku skúrum inn til landsins. Mun bæta í vind við suðausturströndina síðdegis. Spáð er svipuðu veðri á morgun.

Á höfuðborgarsvæðinu er spáð hæg breytilegri átt eða hafgolu. Verður bjart með köflum og hiti á bilinu tíu til sautján stig.

Fylgjast má með veðurspánni á veðurvef mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert