Menn handteknir á Ísafirði

mbl.is/Þórður

Nokkrir ungir karlmenn voru handteknir á Ísafirði um klukkan kortér í fimm í dag. Mennirnir voru samkvæmt upplýsingum mbl.is stöðvaðir af lögreglu, akandi á aðalgötu bæjarins og færðir á lögreglustöðina á Ísafirði.

Sjónarvottur segir að á bilinu þrír eða fjóri karlmenn hafi verið í bílnum og litu út fyrir að vera töluvert ungir. Lögreglan elti bílinn uppi og stóðu mennirnir að sögn sjónarvottar handjárnaðir fyrir utan bílinn. Málið er talið tengjast fíkniefnamisferli.

Lögreglan á Ísafirði gat ekki veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert