Píratar enn stærstir í könnunum

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Píratar mælast stærsti stjórnmálaflokkurinn fjórða mánuðinn í röð og er fylgi flokksins stöðug. Ríkisstjórnin nýtu um 36% stuðnings. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup.

Þetta kemur fram á vef RÚV.

Í apríl í ár mældust Píratar fyrst stærsti flokkurinn í könnunum. Þá var fylgið 34 prósent. Nú mælast Píratar með 32 prósent, annan mánuðinn í röð, í Þjóðarpúlsi Gallup, en fylgið hefur því dalað örlítið.

Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 36 prósenta þeirra sem svöruðu könnun Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn heldur svipuðu fylgi og undanfarna mánuði og myndu 24% þeirra sem svöruðu könnunum kjósa flokkinn.

Framsóknarflokkur og Samfylking bæta hins vegar örlítið við sig og mælast nú jafn stórir, með rúm 12 prósenta fylgi.

Vinstri hreyfingin grænt framboð tapar einu prósenti, fer úr 10 prósentum niður í 9. Það gerir Björt framtíð sömuleiðis, sem fer úr sex prósentum í fimm.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert