70 fíkniefnamál á Þjóðhátíð

Það voru fjölmargir lögreglumenn sem stóðu vaktina í Vestmannaeyjum um …
Það voru fjölmargir lögreglumenn sem stóðu vaktina í Vestmannaeyjum um helgina. Facebooksíða lögreglunnar í Vestmannaeyjum

Það var erill hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og nótt og alls gista fimm fangageymslur vegna ölvunar og annarrar vímu. Um 70 fíkniefnamál komu upp á Þjóðhátíð í ár en í nótt voru fíkniefnamálin fjórtán talsins, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Brakandi blíða er í Eyjum og stutt í að fólk verði að setja á sig sólarvörn ef það ætlar að losna við sólbruna á frídegi verslunarmanna.

Talið er að um fimmtán þúsund manns hafi verið á Þjóðhátíð í gærkvöldi og fór hátíðin vel fram að sögn lögreglu sem er ánægð með framkomu gesta á hátíðinni í ár.

Engin alvarleg líkamsárásarmál komu á borð lögreglunnar í Eyjum í gærkvöldi og nótt og aðspurður um hvort einhver kynferðisbrot hafi komið til kasta lögreglunnar var vísað til tilkynningar lögreglustjóra.

Páley Borgþórs­dótt­ir, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, sendi fyrir helgi bréf á viðbragðsaðila þar sem hún legg­ur til að þeir gefi fjöl­miðlum eng­ar upp­lýs­ing­ar um kyn­ferðis­brot sem kunna að koma upp á Þjóðhátíð. Páley seg­ir mark­miðið að hlífa aðilum máls á meðan þeir ganga í gegn­um erfitt ferli.

Bréfið var sent á lækna­for­stjóra Heil­brigðis­stofn­un­ar Suður­lands, yf­ir­mann sjúkra­flutn­inga, yf­ir­mann gæsl­unn­ar á Þjóðhátíð og neyðar­mót­töku Land­spít­ala. Þá var af­rit sent á for­svars­mann áfallat­eym­is hátíðar­inn­ar og fé­lagsþjón­ustu Vest­manna­eyja, sem voru sam­ráðsaðilar um ákvörðun­ina.

Ingó Veðurguð stýrði brekkusöngnum.
Ingó Veðurguð stýrði brekkusöngnum.
Fjölmennasta selfie landsins?
Fjölmennasta selfie landsins? Ljósmynd/Bjarni Ólafsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert