Allt fór vel fram á Akureyri

Lokatónleikar Einnar með öllu og unglingalandsmóts UMFÍ.
Lokatónleikar Einnar með öllu og unglingalandsmóts UMFÍ. Ljósmynd Halldór

Aðstandendur fjölskylduhátíðarinnar Ein með öllu sem haldin var á Akureyri um verslunarmannahelgina telja að aldrei hafi jafn margir mætt á útiviðburð í bænum og á lokatónleikum hátíðarinnar í gærkvöldi.

Um var að ræða sameiginleg slit á dagskrá Einnar með öllu og unglingalandsmóts UMFÍ. Þar komu fram Úlfur Úlfur, Steindi Jr.,  Bent og Lily and the Valley. AmabAdamA slógu botnin í hátíðina og töldu niður í flugeldasýningu kvöldsins, segir í tilkynningu frá Einni með öllu.

Að sögn lögreglu gekk nóttin áfallalaust fyrir sig, engin kynferðisbrot komu upp og enginn gistir fangageymslu.Tveir voru teknir fyrir fíkniefnabrot, annar fyrir sölu og hinn neyslu fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert