Gríðarleg stemning í brekkunni

Ingó Veðurguð stýrði brekkusöngnum.
Ingó Veðurguð stýrði brekkusöngnum.

Að vanda er gríðarleg stemning í brekkunni á Þjóðhátíð í Eyjum. Þjóðhátíð hefur að mestu leyti farið vel fram, en í kvöld lýkur hátíðarhöldunum. Þeir Þjóðhátíðargestir sem mbl.is hefur talað við segja að færri séu á Þjóðhátíð í ár en í fyrra, en þá var Þjóðhátíð óvenjufjölmenn. Lögreglan í Vestmannaeyjum tekur í sama streng.

Sunnudagskvöldið er þó að jafnaði fjölmennasti dagurinn á Þjóðhátíð, og má því búast við að nokkuð hafi bætt í fjöldann í dag og í kvöld.

Fjölmennasta selfie landsins?
Fjölmennasta selfie landsins? Ljósmynd/Bjarni Ólafsson
Símar eru greinilega nýju kveikjararnir.
Símar eru greinilega nýju kveikjararnir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert