Fimm metra grindhvalur í fjörunni

Hvalreki í Víkurfjöru.
Hvalreki í Víkurfjöru.

Fimm metra langan grindhval rak á land í Víkurfjöru í gær. Að sögn Guðmundar Kr. Ragnarssonar, íbúa í Vík, fundu erlendir ferðamenn dýrið, sem lítur út fyrir að hafa drepist fyrir nokkru.

„Hann er ábyggilega löngu dauður því það vantar allan skrápinn á hann. Þess fyrir utan er hann nokkuð illa farinn og vond lykt af honum,“ segir Guðmundur.

Að sögn hans laðaði dýrið að sér ferðamenn og voru margir í fjörunni að fylgjast með í allan gærdag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert