Í vímu á stolnum bíl

Tilkynnt var um þjófnað á eldsneyti á bensínstöð við Norðlingaholt …
Tilkynnt var um þjófnað á eldsneyti á bensínstöð við Norðlingaholt á tíunda tímanum í gærkvöldi.

Lögreglan fékk tilkynningu um aðfinnsluvert aksturslag bifreiðar á Hringbraut við Bústaðaveg um níuleytið í gærkvöldi.  Lögreglan stöðvaði bifreiðina skömmu síðar  á við N1 Ártúnsholti. 

Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, að aka ítrekað sviptur ökuréttindum, nytjastuld bifreiðar, og vörslu fíkniefna. 

Þá var golfsett í bifreiðinni sem ökumaðurinn gat ekki gert grein fyrir.

Skömmu fyrir miðnætti var tilkynnt um mann vera að fara í bíla við Skipholt. Maðurinn handtekinn og vistaður í fangageymslu. Fyrir vistun fundust fíkniefni og lyf hjá manninum.

Um kvöldmatarleytið var tilkynnt um þjófnað úr atvinnubifreið í Mosfellsbæ. Stolið var myndavél og fleiri verðmætum úr bifreiðinni.

Hafði ekki haft tíma til að tilkynna þjófnaðinn

Tilkynnt var um þjófnað á eldsneyti á bensínstöð við Norðlingaholt á tíunda tímanum í gærkvöldi. Þegar lögregla hafði samband við eiganda bifreiðarinnar sagði hann að bifreiðinni hafi verið stolið þann 31. júlí en hann ekki haft tíma til að tilkynna nytjastuldinn.

 Tveir ökumenn voru teknir undir áhrifum á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Annar þeirra var undir áhrifum fíkniefna og með fíkniefni á sér en hinn var drukkinn.

Um svipað leyti var tilkynnt um þrjá unga menn vera að fara í bifreiðar við Höfðabakka.  Mennirnir farnir af vettvangi er lögregla kom og er ekki vitað hvort einhverju hafi verið stolið.

 Ungur maður var  handtekinn í Hraunbæ í nótt grunaður um þjófnað á bifhjóli. Maðurinn er vistaður i fangageymslu fyrir rannsókn máls.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert