Mikið sandrok á Haukadalsheiði

Mikið sandrok hefur verið í dag á Haukadalsheiði en lögreglan á Suðurlandi og veðurfræðingur Vegagerðarinnar hafa varað við hvassveðri. Samkvæmt veðurfræðingi Vegagerðarinnar verður norðaustanvindröst yfir landinu til morguns og liggur hún í strengjum. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að staðbundnir hnútar verða af Vatnajökli frá Lómagnúpi og austur með ströndinni og að hægt sé að gera ráð fyrir hviðum allt að 30-35 metrum á sekúndu.  Varað er við sandstrókum sem geta myndast á Skeiðarársandi og að það verði hvasst og með sandfoki suður yfir Sprengisandi og niður á Rangárvelli og norður af Landmannalaugum. Einnig er nokkuð hvass strengur yfir Vestfjörðum og Breiðafirði en þar er meira jafnvindi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Lögreglan á Suðurlandi varaði jafnframt veg­far­end­ur sem eru að aka eft­ir Suður­lands­vegi fyr­ir aust­an Kirkju­bæj­arklaust­ur að mjög hvasst er orðið á þess­um slóðum og tölu­vert sand­fok á Skeiðar­ársandi.

Á meðfylgjandi myndum má sjá sandrokið á Haukadalsheiði í dag. 

Hér má sjá veðurvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert