Mikið um hörð efni í Dalnum

Um 15.000 manns voru í Herjólfsdal á sunnudagskvöld.
Um 15.000 manns voru í Herjólfsdal á sunnudagskvöld. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Meira fannst af sterkari efnum í fíkniefnaeftirliti lögreglunnar í Vestmannaeyjum um helgina en fyrri ár, en í tilkynningu lögreglunnar kemur fram að eftirlitið hafi verið hert til muna í ár.

Að sögn Heiðars Hinrikssonar, lögregluþjóns í Vestmannaeyjum, sem hélt utan um eftirlitið, kom magn kókaíns og amfetamíns verulega á óvart. Magn þessara efna var nú meira en kannabisefna, sem er óvenjulegt, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Við áttum ekki von á því að finna svona mikið af þessu. Yfirleitt hefur verið mest af grasi og núna snerist þetta við,“ segir Heiðar, en athygli vekur að heildarmagn kannabisefna minnkaði á móti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert