Þjófavarnarkerfið tekið úr sambandi

Mynd úr myndskeiði lögreglu.
Mynd úr myndskeiði lögreglu.

Ásgeir Ingvarsson, eigandi skartgripaverslunarinnar Úr og gull, segir öryggiskerfið í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði hafi verið tekið af áður en ránið var framið. 

„Það er þjófavarnarkerfi í verslunarmiðstöðinni en það var tekið af klukkan sex um morguninn. Ég er að afla mér upplýsinga út af hverju það var gert, mér finnst þetta skrýtið. Þeir fengu víst einhverja viðvörun að hurð væri opin og þá kom öryggisvörður og tók kerfið úr sambandi,“ segir Ásgeir við mbl.is.

Ræninginn komst þá inn í búðina og lét greipar sópa án mikilla vandkvæða, enda ekkert öryggiskerfi til að trufla hann.

Ásgeir segir að þjófurinn hafi tekið skartgripi fyrir háar fjárhæðir. „Það var tekið fyrir töluvert mikið, það skiptir milljónum. Ég væri ekki vissa þó það væru tíu milljónir, þetta voru dýrir hlutir sem voru teknir.

Maður­inn braust inn í skart­gripa­versl­un á ann­arri hæð versl­un­ar­miðstöðvar­inn­ar og biður lög­regla alla þá sem geta veitt upp­lýs­ing­ar um mann­inn að hafa sam­band.

Um er að ræða karl­mann sem var klædd­ur í bláa Hum­mel íþróttapeysu. Hann er með der­húfu og er skyggnið með ís­lensku fána­lit­un­um. Eins er hann með bak­poka sem merkt­ur er Hum­mel og HK (Hand­knatt­leiks­fé­lag Kópa­vogs)

Lögreglan í Hafnarfirði vill ekkert gefa upp um rannsókn málsins og segir að það sé á viðkvæmu stigi.

Ránsfengurinn hleypur á milljónum

Hefur þú séð þennan mann?

Myndskeið lögreglunnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert