Tíðni þungbura hefur lækkað eftir að farið var að skima fyrir meðgöngusykursýki

mbl.is/Jim Smart

Tíðni svonefndra þungbura hér á landi hefur lækkað eftir að farið var að skima fyrir meðgöngusykursýki.

Bendir það til þess að stór hluti þungburanna sem fæddust hér hafi ekki bara verið stór vegna erfðaeiginleika heldur hafi meðgöngusykursýki mæðranna stuðlað að óeðlilega miklum vexti margra þessara barna.

Fæðingarþungi barna á Íslandi er að meðaltali með því hæsta sem þekkist í heiminum og árið 2001 töldust 7% nýbura á Íslandi vera þungburar (þyngri en 4.500 grömm) Hlutfall þungbura hérlendis var 7,2% á árunum 1998 og 1999 en lækkaði síðan niður í 4,6% á þrettán árum. Á sama tímabili þyngdust Íslendingar almennt, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert