Íslendingar vel upplýstir um kortaöryggi

Íslenskir korthafar eru vel meðvitaðir um kortaöryggi.
Íslenskir korthafar eru vel meðvitaðir um kortaöryggi. mbl.is/ÞÖK

Íslenskir korthafar eru almennt varari um sig þegar kemur að öryggi kortaupplýsinga í netviðskiptum, að sögn Bergsveins Sampsted, framkvæmdastjóra kortalausna hjá Valitor, en framin kortasvik hér á landi eru einungis þriðjungur af sambærilegum tilvikum erlendis.

„Við erum býsna vel upplýst þegar kemur að upplýsingaöryggi og persónuvernd. Aðgengi Íslendinga að heimabönkum er líka gott og fólk sér strax ef inn koma skrýtnar færslur. Við erum fljót að bregðast við og getum skoðað hlutina í víðara samhengi, hvort málið varði fleiri korthafa,“ segir Bergsveinn í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir netviðskipti ekki orðin jafn örugg og viðskipti með posum, en örgjörvar og pin-númer hafa leyst öryggisvandamál í posaviðskiptum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert