Lífssöguþjónusta vinnur gegn stofnanavæðingu í þjónustu hjúkrunarheimila

Fríða Hermannsdóttir og Hallfríður Eysteinsdóttir hjúkrunarfræðingar.
Fríða Hermannsdóttir og Hallfríður Eysteinsdóttir hjúkrunarfræðingar.

Fríða Hermannsdóttir upplifði úrræðaleysi í þjónustu við eldri borgara í námi sínu í hjúkrunarfræði og einsetti sér að gera á því bragarbót.

Hún rekur nú ásamt móður sinni fyrirtækið Farsæld, sem sinnir heima- og hjúkrunarþjónustu.

Hluti af þjónustu þess felst í svokallaðri lífssöguþjónustu. Í henni felst að tekið er saman æviágrip einstaklings á myndrænan hátt og sett fram á veggspjaldi hjá honum. Lífssöguþjónustan hefur sýnt jákvæð áhrif á umönnun einstaklinga með heilabilun, að því er fram kemur í umfjöllun um fyrirtækið Farsæld í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert