Von á 30-35 metrum í hviðum

Frá Öræfasveit.
Frá Öræfasveit. Morgunblaðið/Ómar

Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir að í storminum sem von er á í dag megi búast við hviðum, 30-35 m/s, allt til kvölds suðaustanlands, meðal annars í Öræfasveit, í grennd við Hornafjörð og Hvalnes. 

Síðdegis og í kvöld einnig hviður þvert á veg á sunnanverðu Snæfellsnesi.  Þá er varað við sandfoki á hálendinu sérstaklega á Sprengisandsleið og svæðinu norðan Landmannalauga.

Líkt og fram kom á mbl.is í morgun er varað við því að í dag megi búast við allt að 18 m/s og snörpum vindhviðum sunnan Vatnajökuls og á sunnanverðum Austfjörðum. Síðdegis má einnig búast við allt að 18 m/s á Snæfellsnesi, við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Vindur af þessum styrk getur verið varasamur fyrir farartæki sem taka á sig mikinn vind.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert