Eitt af hverjum sjö reiðhjólum löglegt

Á keppnishjólum leita menn allra leiða til að draga úr …
Á keppnishjólum leita menn allra leiða til að draga úr þyngd. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Brautin – bindindisfélag ökumanna hefur gefið út niðurstöður árlegrar könnunar sinnar á öryggisbúnaði reiðhjóla í verslunum.

Aðeins 14% hjóla í könnuninni voru seld með allan tilskilinn búnað samkvæmt reglugerð um búnað hjóla.

Árið 2005, þegar Brautin hóf að kanna búnað hjóla, var hlutfallið 53%. Ástandið var best árið 2011, þegar 71% hjóla taldist uppfylla öll skilyrði, en hlutfallið hefur minnkað síðan og var 37% í fyrra. Meðal sérhæfðra hjóla, þ.e. annarra en götuhjóla, var aðeins 1% útbúið bjöllu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert