Ferðamönnum hjálpað

Sandmistur lá yfir Landmannalaugum í gær og mörg tjöld voru …
Sandmistur lá yfir Landmannalaugum í gær og mörg tjöld voru tekin niður vegna roksins. Ljósmynd/Hanna Vilhjálmsdóttir

Talsvert hvassviðri var á miðhálendinu í gær, en í veðurstöðvum við Þúfuver og Hágöngur mældist vindur 20 metrar á sekúndu í strengjum.

Háannatími er nú hjá hálendisvakt Landsbjargar, en hópstjórar á Sprengisandi og í Landmannalaugum urðu vel varir við rokið. Að sögn Siggeirs Pálssonar, hópstjóra hálendisvaktarinnar á svæðinu, höfðu flestir ferðamenn í Landmannalaugum pakkað tjöldum sínum og farið vegna roksins.

„Við höfum verið að aðstoða ferðamenn við að fergja tjöld og gefa almennar ráðleggingar um hvernig ferðast skuli í roki. Margir hafa leigt húsbíla og fellihýsi sem taka mikinn vind. Við erum við öllu búin, hér er mikið grjót til að fergja tjöld,“ sagði hann þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gærkvöldi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert