Harðnandi samkeppni í ölsölu í miðbænum

Veðrið hefur verið ágætt í borginni og sólskinsdagarnir í sumar …
Veðrið hefur verið ágætt í borginni og sólskinsdagarnir í sumar eru orðnir nokkuð margir. mbl.is/Styrmir Kári

Hitamet hafa ekki verið slegin í sumar en þó hefur blíðviðri verið ráðandi, sérstaklega í júlí. Mikill fjöldi ferðamanna og borgarbúa hefur sótt í miðbæinn í sólinni og notið sín við Austurvöll.

Veitingamenn á svæðinu eru ánægðir með vertíðina og segja hana með besta móti. Staðir sem bjóða upp á útisvæði standa sérstaklega vel og hafa haft forskot í samkeppni um kúnnana á meðan sólin skín.

Einhverjir hafa haft orð á því í sumar að bærinn sé orðinn fullur af útlendingum en veitingamenn segja allt að helming gesta innlendan, sérstaklega þegar sólin skín.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert